Menningartengd ferðaþjónusta

Hugtakið menningartengd ferðaþjónusta er orðið ansi þekkt í samfélaginu í dag. Þetta er ekki gamalt hugtak og alls ekki svo langt síðan bæjarfélög aðrir ferðaþjónustuaðilar fóru að nýta sér það á markvissan hátt. Þó það sé erfitt að átta sig á nákvæmri merkingu hugtaksins má segja að menningartengd ferðaþjónusta hafi sprottið upp sem einhverskonar andsvar við fjöldaferðamennsku. Hún hefur verið notuð sem vopn bæjarfélaga sem eiga á brattann að sækja vegna fólksfækkunar við uppbyggingu menningarstarfssemi á landsbyggðinni..

Á Vestfjörðum hefur fólk verið duglegt að byggja upp menningartengda ferðaþjónustu. Það sem er hins vegar merkilegt við það sem er að gerast á Vestfjörðum er að setrin sem eru að spretta þar upp eru hvorki að safna gripum eða bjarga menningarminjum, eins og hefðbundin söfn hafa jafnan gert, heldur er hér frekar um að ræða miðlun á menningartengdu efni.

Áki Guðni Karlson ræðir í þessum þætti um MA rannsókn sína „Menningartengd ferðaþjónusta á Vestfjörðum“ en auk hans er rætt við  Valdimar Gunnarsson forsprakka Skrímslasetursins á Bíldudal og Ester Rut Unnsteinsdóttur sem sér um Refasafnið á Súðavík. Þau hafa bæði unnið undir formerkjum menningartengdrar ferðaþjónustu, nýtt sér styrk félagasamtaka og einstaklinga og blásið nýju lífi í sitt bæjarfélag. Umfjöllunarefni þeirra eru ólík enda möguleikarnir jafn ólíkir og þeir eru margir.

Þó öll þessu setur og söfn séu merkileg ein og sér er merkilegt, og á sama tíma mikilvægt, að skoða þessa þróun og söfnin sjálf út frá þeim samtíma-viðfangsefnum sem þau eru sett upp sem svar við, en það er einmitt það sem Áki gerir í þessum þætti.

Ritgerð Áka má nálgast á hlekknum hér til hægri.

Ítarefni

Skrímslasetrið Bíldudal

„Melrakkasetur Íslands í Súðavík opnað í júní“ – Stutt umfjöllun um Melrakkasetrið á visir.is

Menningartengd ferðaþjónusta – Skýrsla um Menningartengda ferðaþjónustu, gerð af samgönguráðuneytinu árið 2001.

„Hagnýt(t) og ónýt(t) fræði Hvernig þjóðfræðin bjó til menningartengda ferðaþjónustu á Íslandi“ – Upptekinn fyrirlestur hjá Áka G. Karlssyni á málsstofu um tengsl akademíu og menningatengdrar ferðaþjónustu í Háskóla Íslands.

„Menningartengd ferðaþjónusta: þjóðsögur, álfar og draugar“ – BA ritgerð Margrétar Jónsdóttur, skrifuð í ferðamálafræði árið 2011,

Flokkur: Menningararfur, Þjóðsögur Hlekkur á ritgerð: hdl.handle.net/1946/7513
css.php