Safaríkar sögur af kapítalisma

Það er bragðmikið ferðalagið sem Jón Þór Pétursson leiðir áhorfandann í um félagslegt samhengi lífræns matar í samtímanum í þessum þætti. Hér er fjallað um hvernig lífræn verslun og lífræn framleiðsla matar hefur skapað sér ímynd hinnar mannlegu (jafnvel persónulegu) framleiðsluhátta og hvernig tenging við náttúru, fortíðina og upprunastað verður mikilvæg í verslun með lífræn matvæli.  Á eplunum í Yggdrasil er mynd af bóndanum í Chile sem ræktaði eplin og hægt að rekja ferðalag þeirra af trénu og alla leið ofaní maga íslensks neytanda. Þannig búa viðskiptahættir lífrænna markaða til rými til frásagnar andstætt stórmörkuðum og fjöldaframleiðsluverksmiðjum sem segja okkur enga sögu um vöruna sem við kaupum, framleiðendur hennar eða ferðalag hennar til okkar.

Fyrir um það bil áratug síðan áttuðu fjármagnseigendur sig hinsvegar á því að í lífrænni verslun fælust möguleikar á gróða. Sú hlið lífrænnar verslunar, sem snýr að fjárfestingarsjóðum og alþjóðlegum verslunarkeðjum, er hinsvegar haldið frá neytandanum enda í andstöðu við ímynd hinna persónulega viðskiptahátta sem lífræn verslun hefur skapað sér. Jón Þór veltir fyrir sér lífrænni framleiðslu og lífrænum viðskiptaháttum, hverjir versli lífrænt og hvort hægt sé að leggja sín lóð á vogarskálarnir til að gera heiminn að betri stað með því að vera meðvitaðri neytandi.

MA ritgerð Jóns Þórs um matarmenningu samtímans má finna á hlekknum hér til hægri.

Ítarefni

Lífrænt fólk – Erindi Jóns Þórs Péturssonar á Þjóðarspeglinum árið 2010.

Food inc. – Heimildamynd um matvælaiðnaðinn í Bandaríkjunum

„Er lífrænt ræktað grænmeti hollara en annað og af hverju er það svona dýrt?“ – Aðsend spurning á vísindavefinn

Heimasíða Yggdrasils 

Flokkur: Efnismenning, Þjóðsögur Hlekkur á ritgerð: skemman.is/item/view/1946/3847
css.php