Ull er gull

Hvers vegna rýs íslenska lopapeysan upp frá dauðum við upphaf 21. aldarinnar? Í flíkinni endurspeglast í hugum margra Íslendinga allt það sem íslenskast er og peysan virðist hafa orðið bæði tískuvara og táknmynd ákveðinna gilda á árdögum nýrrar aldar, eftir að hafa verið nánast ósýnileg áratugina áður.

Lopaprjón, sú hefð að prjóna óspunna ull, hófst snemma á 20. öldinni en íslenska lopapeysan eins og við þekkjum hana í dag, með sínu hringskorna og munstraða axlastykki, sprettur hinsvegar ekki upp fyrr en eftir miðja öldina. Það er áhugavert að velta fyrir sér ástæðunum að baki því að Íslendingar, hugsanlega einir þjóða, byrja að prjóna óspunna ull og ekki er síður forvitnilegt að reyna að rekja uppruna íslensku lopapeysunnar.

Á síðustu árum höfum við séð sprenginu í lopapeysuprjóni auk þess sem hefðbundin lopapeysumunstur eru yfirfærð á aðrar vörur; pils, vesti, kjóla, húfur og jafnvel servíettur. Í þættinum Ull er gull er reynt að varpa ljósi á þær breytingar sem eiga sér stað á lopapeysuhefðinni með hliðsjón af félagslegum og efnahgaslegum breytingum í samfélaginu og hvernig lopapeysan verður Íslendingum tæki við mótun sjálfsmyndar þjóðarinnar.

Þátturinn Ull er gull byggir á BA ritgerð Soffíu Valdimarsdóttur sem hún skrifaði í þjóðfræði við Háskóla Íslands árið 2010. Auk Soffíu er rætt við Jón Þór Pétursson þjóðfræðing og stundakennara við Háskóla Íslands.

Ritgerð Soffíu má nálgast á hlekknum hér til hægri.

Ítarefni

„Prjón á Íslandi“ – BA ritgerð í fornleifafræði eftir Kristínu Axelsdóttur

„Vill upprunamerkja lopapeysur“ – Frétt af ruv.is

„Á eingönu að prjóna lopapeysur á Íslandi?“ – Frétt af mbl.is

„Lopapeysur og viðskiptahættir“ – Aðsend grein á visir.is 

 

Flokkur: Efnismenning, Hefðir og siðir, Menningararfur Hlekkur á ritgerð: hdl.handle.net/1946/4613
css.php