Ásatrú við upphaf 21. aldarinnar

Árið 1972 hittust ellefu menn á fundi á Hótel Borg og lögðu grunninn að því að stofnað yrði ásatrúarfélag á Íslandi. Þá voru liðin rétt um eitt þúsund ár frá því að Íslendingar tóku kristni. Hefur hinn forn-norræni menningararfur blundað í Íslendingum öll þessi ár eða hvaða samfélagsþróun varð til þess að eftir öll þessi ár var blásið lífi heiðinn átrúnað?

Eggert Sólberg Jónsson rannsakaði heimsmynd ásatrúarmanna við upphaf 21. aldarinnar í MA ritgerð sinni í þjóðfræði. Í þættinum segir hann okkur frá niðurstöðum sínum, hvaða augum ásatrúarmenn líta trú sína, goðin og tilveruna. Eggert veltir því fyrir sér á hverju ásatrúarmenn í dag byggja trúna, hvaða heimildir þeir hafi um heiðin átrúnað fyrir kristnitöku. Er ásatrúin í dag vakning fornra trúarbragða sem legið hafi í dvala eða er um að ræða endursköpun, einhverskonar tilgátu um hvernig átrúnaður var fyrir árið 1000? Hvaða máli skipta tengslin við trúna fyrir þúsund árum síðan ásatrúarmenn í dag?

Auk Eggerts er rætt við Jóhönnu Harðardóttur Kjalnesingagoða um heimsmynd ásatrúarmanna og samfélag heiðinna manna á Íslandi.

Ritgerð Eggerts má nálgast á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.

Ítarefni

Heimasíða Ásatrúarfélagsins

Hve hár var hinn hávi?: Hlutverk Óðins í íslensku samfélagi fyrir kristnitöku“ – Erindi Terry Gunnell prófessors í þjóðfræði á Þjóðarspegli 2010

Flokkur: Menningararfur, Norræn trú
css.php