Spúútnik-týpur

Á undanförnum árum hefur verslun með notaðan fatnað (second hand) vaxið mikið. Hjálparsamtök reka slíka markaði víðsvegar auk þess sem hver verslunin á fætur öðrum sprettur upp sem býður viðskiptavinum sínum upp á second hand eða endurnýttan fatnað. Hvað er það sem veldur þessum uppgangi? Eru viðskiptavinir að verða meðvitaðri um hnattrænar afleiðingar fjöldaframleidds fatnaðar, í takt við aukna umræðu um umhverfisvernd? Er andóf gegn kapítalísku hagkerfi og framleiðsluháttum þess ástæða þess að fólk verslar í auknum mæli second hand eða hefur tískuforræðið einfaldlega læst klónum í second hand verslunina.

Fyrir nokkrum árum hefði verið óhugsandi að reka Spúútnik verslun í Kringlunni en í dag verslar stór hópur fólks jafnt second hand fatnað og nýjan fatnað úr tískuvöruverslunum. Þetta vekur upp ýmsar spurningar. Að hversu miklu leyti er neyslu okkar stjórnað af utanaðkomandi öflum? Geta einstaklingar brotist undan þessum forræðisöflum og skapað sér einstakan stíl?

Gunný Ísis Magnúsdóttir leitast við að svara þessum spurningum og fleiri í BA ritgerð sinni sem þátturinn Spúútnik-týpur er byggður á. Auk Gunnýjar er rætt við Jón Þór Pétursson þjóðfræðing og Kristu Hall afgreiðslukonu í Spúútnik.

Ritgerð Gunnýjar má nálgast á hlekknum hér til hægri.

Ítarefni

„Andtíska: Föt sem tjáningarmáti“ – BA ritgerð frá Listaháskóla Íslands eftir Tönju Huld Leví Guðmundsdóttur

„Hjálpræðisherinn bjargar jólafötunum“ – Grein af Vísir.is

css.php